KaupApp er snjallforrit sem er sérstaklega hannað til að auðvelda þér að gera heimilisinnkaup með nýjum lausnum. Til eru ýmis forrit til að halda utan um innkaup en með KaupAppi verður hægt að gera öll innkaup enn þægilegri.
Í KaupAppinu getur þú skráð niður vörur í innkaupalistann. Allar helstu vörur eru innbyggðar í KaupAppið. Þegar þú byrjar að skrifa ætti varan sem þú leitar eftir að koma sjálfkrafa upp á skjáinn.
Þegar þú ætlar að kaupa inn velur þú verslun og KaupAppið raðar sjálfkrafa innkaupalistanum í rétta röð þannig að þú getur auðveldlega fundið vörurnar í þinni búð. Nú er óþarfi að ráfa um búiðina í leit að vörum.
KaupAppið er í vinnslu. Kíktu aftur fljótlega eða hafðu samband við okkur og skráðu þig á póstlista til að fylgjast með.